Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:20:20 (2876)

2001-12-08 16:20:20# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:20]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Hér er lagt til að verja 50 millj. kr. til þess að draga úr þeim biðlistum sem eru hjá fötluðum, annars vegar 25 millj. kr. til skammtímavistunar og hins vegar um 25 millj. kr. til reksturs sambýla. Til viðbótar eru fyrir í fjárlagafrv. 22 millj. kr. þannig að með þessari tillögu verður fjárveitingin í heild ríflega 70 millj. kr. Það er langleiðina í það sem tillögur nefndar sem vitnað var til fyrr gerðu ráð fyrir og engin ástæða er til annars en ætla að á fimm ára tímabili takist að uppfylla þær tillögur sem þar voru lagðar fram.