Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:41:15 (2888)

2001-12-08 16:41:15# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KLM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:41]

Kristján L. Möller:

Herra forseti. Hér eru greidd atkvæði um 100 millj. kr. niðurskurð á liðnum Siglingamálastofnun Íslands sem er aðallega út af hafnarmannvirkjum, byggingu hafnarmannvirkja, jafnt á allar hafnir. Ég vek athygli hv. þingheims á því að hér er náttúrlega allur niðurskurður á landsbyggðinni að hætti hússins, ef svo má að orði komast, með öðrum orðum, breiðu bökin eru fundin. Ýmsar smáhafnir um allt land eru notaðar til að rétta af ríkissjóðshallann. Ég segi nei, herra forseti.