Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 13:59:37 (2909)

2001-12-11 13:59:37# 127. lþ. 48.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, PHB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 127. lþ.

[13:59]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hv. frsm. efh.- og viðskn. hélt því hér fram að ég ruglaði saman stærðfræði og hagfræði. Ég hlýt að bera af mér þær sakir að ég sé eitthvað að rugla í ræðustól Alþingis. Ég veit nákvæmlega muninn á stærðfræði og stærðfræðiformúlum og hagfræði. Ég lýsti því að ég væri ekki að vísa í stærðfræðiformúlur, ég væri að vísa í reikningsaðferðir við mat á fyrirtækjum og aðferðir sérfræðinga í því sambandi. Þannig að ég vísa því til föðurhúsanna að ég sé að rugla saman stærðfræði og hagfræði.