2001-12-11 16:34:06# 127. lþ. 48.5 fundur 216#B starfsemi Byggðastofnunar og framvinda byggðaáætlunar, munnleg skýrsla iðnaðarráðherra# (munnl. skýrsla), KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 127. lþ.

[16:34]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki tekið undir það með hæstv. ráðherra að ekki þurfi að velta fyrir sér hvað ,,höfuðborgarsvæði`` er. Auðvitað skiptir það allt máli og þær breytingar sem urðu með byggðakorti ESA geta haft veruleg áhrif. Ég skil þetta þá bara sem svo að hæstv. ráðherra geri ekki ráð fyrir því að að dregið verði úr styrkjum og framlögum, sem fram að þessu hafa komið á Suðurnes og gætu þá verið jafnsjálfsögð á næstu árum fyrir sama svæði í nýrri byggðaáætlun.