Lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 19:20:38 (2992)

2001-12-11 19:20:38# 127. lþ. 49.2 fundur 150. mál: #A lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda# (EES-reglur) frv. 141/2001, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 127. lþ.

[19:20]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá efh.- og viðskn. og brtt. um frv. til laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda.

Nefndin hefur fjallað um þetta mál sem kemur til vegna innleiðingar tilskipunar frá Evrópuþinginu og -ráðinu nr. 98/27/EB frá 1998 til að setja lögbann til verndar hagsmunum neytenda.

Nefndin gerir tillögu til breytinga á frv. sem er í þremur liðum og raktar eru á þskj. 494. Þessar brtt. eru í flestum atriðum tæknilegar en þó er sú efnisbreyting að í 3. lið brtt., í b-lið, er tekið fram að ráðherra geti útnefnt stjórnvöld, tiltekin stjórnvöld, auk félagasamtaka til að gæta heildarhagsmuna neytenda.

Með þeim brtt. sem fram koma á þskj. 494 leggur efh.- og viðskn. til að frv. verði samþykkt.