Umræða um frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 10:40:36 (3039)

2001-12-12 10:40:36# 127. lþ. 50.93 fundur 228#B umræða um frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[10:40]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil að gefnu þessu tilefni og þeim umræðum sem hér hafa farið fram vekja athygli hv. þingmanna á því að í því nál. sem fyrir liggur um frv. til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum frá meiri hluta efh.- og viðskn. er Vilhjálmur Egilsson skráður framsögumaður nefndarinnar.

Ég vil jafnframt vekja athygli þingmanna á því að reynt hefur verið að koma til móts við formenn nefnda þegar þeir hafa þurft að fara til annarra landa og gefa þeim kost á að halda framsögu fyrir nál. sínum og þá gefst líka hv. stjórnarandstæðingum tækifæri til að veita andsvör við ræðu formanns nefndarinnar. Þetta hefur verið gert hér og er í samræmi við þinghefð og gamla siði. (Gripið fram í.)

Með þessu er ég að staðfesta að hér er unnið að þingstörfum með þeirri hugsun að þau gangi eðlilega fyrir sig og að upplýsingastreymi geti verið eðlilegt og að formenn nefnda hafi tækifæri til að mæla fyrir sínum nál. Þannig hefur oft verið hliðrað til á Alþingi og ég vona að það verði eftirleiðis.