Samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 11:05:56 (3047)

2001-12-12 11:05:56# 127. lþ. 50.11 fundur 327. mál: #A samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002# þál., Frsm. TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[11:05]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Herra forseti. Ég taldi að viðhorf mitt til þessara mála hefði komið fram í fyrra máli mínu þar sem ég benti á að hegðunarmynstur stofnsins hefði áhrif á samningastöðu Íslendinga. Ef það gerist að stofninn fer að draga sig meira til Noregs aftur þannig að hann leitar minna inn í íslenska lögsögu þá veikir það samningsstöðu okkar. Ef stofninn fer hins vegar að leita aftur inn í íslenska lögsögu þá styrkir það samningsstöðu okkar.

Það má því leiða líkur að því án þess að ég vilji gerast spámaður í þeim efnum að ef síldin fer að leita í meiri mæli í íslenska lögsögu þá muni samningsstaða Íslendinga miðað við veiðireynslu styrkjast á ný. Því miður hefur þróunin verið þannig að þetta munstur hefur ekki skilað sér eins og íslenskir fiskifræðingar bundu vonir við.