Samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 11:09:11 (3050)

2001-12-12 11:09:11# 127. lþ. 50.11 fundur 327. mál: #A samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum 2002# þál., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[11:09]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Það er að sönnu rétt, hæstv. forseti, sem hv. þm. sagði að hér er ekki verið að ræða um slíka skiptingu. Hins vegar hafa menn verið að tala um þá von sem menn bera í brjósti um það að þessi síldarstofn verði stærri, komi til landsins og verði þjóðinni til hagsældar á komandi árum og þá held ég að full rök séu til þess að benda á hvernig íslensk stjórnvöld hafa forsómað að sýna eitthvert réttlæti og jafnræði til nýtingar á þeim auðlindum sem hér eru við landið. Og ef vonir manna rætast í þessu efni þá mun þetta mál auðvitað koma upp með alveg sérstökum hætti hvað þetta varðar þegar örfáir aðilar með þau veiðiréttindi sem eru í gildi í síldinni fengju að veiða öll þau ósköp af síld sem hægt yrði að veiða á Íslandsmiðum miðað við óbreytt lög.