Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 21:53:59 (3115)

2001-12-12 21:53:59# 127. lþ. 51.2 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 127. lþ.

[21:53]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það má enginn taka það svo að ég sé að álasa hv. þm. fyrir að hafa skipt um skoðun, hvorki í þessu máli né öðrum. Það er illa fyrir þeim komið sem ekki getur skipt um skoðun, sé til þess ástæða.

Mér fannst bara ástæða til að glöggva mig aðeins á þessu því að mér fundust orð þingmannsins vera svolítið öðruvísi en þau hafa verið fram til þessa. Það getur vel verið að það hafi ekki verið ætlun hv. þm. að haga orðum sínum þannig að þau bæri að skilja á þann hátt en þá hefur hann bara gert þeim mun betur grein fyrir skoðun sinni í andsvörum.