Tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 10:10:10 (3142)

2001-12-13 10:10:10# 127. lþ. 52.1 fundur 250. mál: #A tillögur byggðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá félmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 127. lþ.

[10:10]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vildi bara láta koma fram það sjónarmið mitt að ég tel að fara eigi mjög varlega í að lögþvinga sameiningu sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga færir í sjálfu sér ekkert nýtt fjármagn inn á svæðið, síður en svo. Og eins og hæstv. ráðherra gat um verður þjónustan oft dýrari, eða a.m.k. fyrst í stað, því stór hluti þjónustu sem veitt er og stjórnsýslu er meira og minna unninn í sjálfboðavinnu í litlu sveitarfélögunum þannig að fara ber mjög varlega í sakirnar til að þetta snúist ekki upp í öndverðu sína.

Ég vil svo spyrja hæstv. félmrh. ef hann kemur upp síðar: Hvað líður samningum og uppgjöri á milli sveitarfélaganna og ríkisins varðandi færslu grunnskólans til sveitarfélaganna? Mér kunnugt um að einstök sveitarféög telja sig hafa orðið illa úti í þeim samningum og vilja fá leiðréttingu þar á.