Aðstoð við fatlaða vegna orlofsdvalar eða ferðalaga

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 10:26:31 (3148)

2001-12-13 10:26:31# 127. lþ. 52.2 fundur 256. mál: #A aðstoð við fatlaða vegna orlofsdvalar eða ferðalaga# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 127. lþ.

[10:26]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Þetta er auðvitað spurning um forgangsröð. Við verðum fyrst að reyna að uppfylla þær skyldur sem á okkur eru lagðar með lögum áður en við förum að ráðast í önnur verkefni, jafnvel þótt góð séu. Ég viðurkenni að það er mikilvægt að gera lífskjör fatlaðra sem best og möguleika þeirra sem líkasta möguleikum þeirra sem eru ófatlaðir.

Hitt er annað mál, því er ekki að leyna eins og kom fram hjá fyrirspyrjanda, að þarna getur verið um gífurlegan kostnað að ræða sem menn hika við að ráðast í. En öll þessi mál þokast þó til réttrar áttar með tímanum. Við sjáum á hverju ári töluverðar framfarir og það er vel.