Mat á umhverfisáhrifum skógræktarverkefna

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 11:34:19 (3176)

2001-12-13 11:34:19# 127. lþ. 52.7 fundur 323. mál: #A mat á umhverfisáhrifum skógræktarverkefna# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., umhvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 127. lþ.

[11:34]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Í svæðisskipulagsmeðferð sem núna er verið að skoða, og Norðurlandsskógar eru komnir lengst í og umhvrn. og landbrn. ætla að hafa samráð um að koma öðrum verkefnum í sama ferli, og í aðalskipulagsferli líka geta allir komist að með athugasemdir sínar þannig að ekki er þar verið að vinna í einhverjum lokuðum, þröngum hópum á einhverjum prívatfundum, eins og hér var orðað. Þar getur almenningur komið að eins og með alla aðra svæðisskipulagsvinnu og aðalskipulagsvinnu, almenningur getur gert athugasemdir. Upplýsingar eru aðgengilegar, kynningarfundir eru haldnir og þessar áætlanir hanga uppi á vegg o.s.frv. Ferlið er mjög opið. Um þessi skógræktarverkefni mun hið sama gilda og það er það sem við viljum.

Í framtíðinni munu menn hjá Vegagerðinni, Skógræktinni, hafnamálayfirvöldum o.s.frv. skoða umhverfisáhrif þessara áætlana þegar þær verða gerðar á upphafsstigi. Varast ber samt að rugla því saman við mat á umhverfisáhrifum einstakra framkvæmda, eins og mér finnst að þingmenn rugli svolítið saman. Þegar þær áætlanir verða skoðaðar andspænis umhverfisáhrifunum tel ég að komin verði mjög góð stýring á þessi mál.

Ég tel hins vegar miðað við hvernig við höfum þetta núna að ferlið sé fullnægjandi og það sé ekkert sem hægt sé að gagnrýna við það. Þetta er skoðað í skipulagsferlinu, þar getur almenningur komið að og gert athugasemdir, og ég var sátt við að hækka töluna 40 hektarar upp í 200 hektara og greiddi því atkvæði hér. Ég tel að við þurfum ekki að fara með umhverfismat á einstakri skógrækt sem er undir 200 hekturum í gegnum hefðbundið umhverfismatsferli.