Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 12:32:30 (3183)

2001-12-13 12:32:30# 127. lþ. 53.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 127. lþ.

[12:32]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér stendur til að gera breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða sem ekki varðar aðeins krókaaflamarksbáta heldur allan flotann og allan veiðiskap. Hér er líklega á ferðinni sú marktækasta tilraun sem gerð hefur verið til að koma í veg fyrir brottkast. Hún er mjög í anda þeirra tillagna sem þingmenn hafa flutt hér á hv. Alþingi allt frá 1989, þ.e. tillaga um að gera sjómönnum kleift að koma með allan afla að landi án þess að refsing hljótist af heldur þvert á móti, herra forseti, þannig að sjómenn og útgerðir fái nokkra umbun, en meginhluti andvirðis aflans fari til hafrannsókna sem eru mikilvægt hagsmunamál fyrir þjóðina alla.

Herra forseti. Samfylkingin er með tillögur af sama tagi í frv. sínu fyrir þinginu. Við segjum já við þeirri ágætu tillögu sem hér liggur fyrir.