Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 12:34:36 (3186)

2001-12-13 12:34:36# 127. lþ. 53.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 127. lþ.

[12:34]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Hér stendur til að gera lagfæringu á þeim lögum sem eru í gildi um stjórn fiskveiða og opna heimild til að gera mönnum kleift að koma með afla að landi sem þeir hafa ekki aflaheimildir fyrir eða vilja ekki landa sem aflamarksafla. Hér er stuðlað að því að minnka brottkast. Með breytingunni mun auk þess sjást betur hvað við raunverulega veiðum af fiski og þess vegna segjum við þingmenn Frjálslynda flokksins já.