Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 12:42:02 (3193)

2001-12-13 12:42:02# 127. lþ. 53.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, MS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 127. lþ.

[12:42]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Í þessu frv. felst aðferð til að styrkja grundvöll smábátaútgerðar sem er hið besta mál. En með 7. gr. er verið að færa aflaheimildir frá aflamarksbátum til smábáta. Aflamarksbátar eru í mörgum sjávarbyggðum mjög mikilvægir og skapa grundvöll atvinnu og byggðar á viðkomandi stöðum. Ég get ekki samþykkt að aflaheimildir verði eina ferðina enn teknar af þessum skipaflota, sem gjarnan er nefndur hinn gleymdi floti, og þannig sé verið að veikja stöðu ýmissa sjávarbyggða. Herra forseti. Ég greiði ekki atkvæði.