Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 12:42:40 (3194)

2001-12-13 12:42:40# 127. lþ. 53.1 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 127. lþ.

[12:42]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Þessi grein gerir ráð fyrir því að auka mjög umtalsvert veiðirétt smábáta frá því sem nú er og mun þess vegna draga verulega úr þeim alvarlega tekjubresti sem orðið hefur með gildistöku laga um kvótasetningu aukategunda frá 1. sept. sl. Þetta ákvæði mun auka tekjur þessara útgerða og sjómanna á smábátum frá því sem nú er og bæta afkomu í þeim byggðarlögum háðust eru afla smábátanna. Ég segi því já.