Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 15:21:00 (3204)

2001-12-13 15:21:00# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[15:21]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því aftur að í fjárlagafrv. var gert ráð fyrir að skrásetningargjöldin hækkuðu um 40%. Niðurstaðan var hins vegar sú að þau yrðu ekki hækkuð nema um 30%, þannig að þau eru ekki látin fylgja verðlagsþróun. Ég held að hægt sé að segja að menn ættu nú a.m.k. að gleðjast yfir því, þeir sem hafa verið að gagnrýna þessa hækkun, að þarna er verið að lækka eða fara niður um 2.500 kr. frá upphaflegum áformum. Ég tel því að í nokkru sé komið til móts við þá gagnrýni sem í frammi var höfð.