Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 15:46:50 (3214)

2001-12-13 15:46:50# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[15:46]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að gera athugasemd eða varpa fram spurningu til hv. þm. varðandi það sem hún sagði í ræðu sinni um sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld og þær vangaveltur sem hún hafði varðandi þá skerðingu sem þar á að fara fram samkvæmt þeim bandormi sem hér er til umfjöllunar.

Hv. þm. gaf yfirlýsingu í ræðu sinni um að hún væri tilbúin til að beita sér fyrir því að það ójafnræði sem frv. felur í sér varðandi óháðu trúfélögin, sjálfstæðu trúfélögin, yrði leiðrétt með einum eða öðrum hætti. Nú spyr ég hv. þm.: Hvernig? Hvað ætlar hv. þm. að gera til þess að beita sér fyrir því að það ójafnræði verði leiðrétt eða lagað í meðförum þingsins á þessu frv.? Og hvaða vonir telur hv. þm. sig hafa til þess að hún geti haft einhver áhrif?