Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 17:47:13 (3237)

2001-12-13 17:47:13# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[17:47]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að við höfum sameiginlega, ég og hv. þm., hrakið þær árásir sem hann og hv. þm. Sighvatur Björgvinsson urðu fyrir hér, að þeir hafi verið viljalaus verkfæri í ríkisstjórninni. Þeir voru fjarri því að vera það. Þetta voru menn sem voru fastir fyrir og gættu vel að hagsmunum þeirra sem undir þeirra embætti áttu. Og ég mat þáv. hæstv. ráðherra mikils fyrir störf hans í þeirri ríkisstjórn.