Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 18:43:21 (3251)

2001-12-13 18:43:21# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, Frsm. minni hluta JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[18:43]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. hýtur að taka undir það með mér að það er afar óheppilegt innlegg í þessa sátt sem gerð hefur verið að við skulum á sama tíma vera hér að samþykkja aðgerðir, gjaldtöku á námsmenn, sjúklinga og fleiri, sem fela í sér verðlagsáhrif upp á 0,35%, sem auka verðbólguna um 0,35%. Ég hefði viljað sjá okkur samþykkja eitthvað annað hér á þessum degi en frv. sem hefur áhrif í þveröfuga átt við það markmið sem aðilar eru að setja sér með þessu samkomulagi.

Lái mér það hver sem vill að mér finnst innlegg ríkisstjórnarinnar afar sérstakt, t.d. varðandi tryggingagjaldið, þ.e. að umrædd lækkun á því á ekki að koma til nema verðbólgumarkmiðin náist, þá væntanlega í maímánuði. Ef þau nást ekki gengur hækkunin á tryggingagjaldinu öll fram, og með hvaða afleiðingum? Með þeim afleiðingum að verðlagsáhrifin af hækkun á tryggingagjaldinu verða 0,3--0,4%. Mér finnst þetta afar sérstakt innlegg herra forseti, í þá sátt sem hér er gerð.