Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 19:06:35 (3266)

2001-12-13 19:06:35# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[19:06]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er enn eina ferðina verið að leggja auknar álögur á skattpínda bifreiðaeigendur. Útgjöld vegna fjölskyldubílsins og rekstrar hans eru hvergi hærri í þeim löndum sem við berum okkur saman við en hér á landi. Þau eru orðin mjög þung í framfærslunni gjöldin vegna rekstrar heimilisbílsins. Þetta kemur ofan á 70--80% hækkun á lögboðnum bifreiðatryggingum á sl. 2--3 árum. Þetta kemur ofan á miklar hækkanir á bensíni á undanförnum missirum sem bifreiðaeigendur hafa þurft að sæta. Við segjum því nei við þessum auknu álögum á bifreiðaeigendur.