Sameignarfyrirtæki um Orkuveitu Reykjavíkur

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 20:11:11 (3267)

2001-12-13 20:11:11# 127. lþ. 54.15 fundur 366. mál: #A sameignarfyrirtæki um Orkuveitu Reykjavíkur# frv. 139/2001, Frsm. HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[20:11]

Frsm. iðnn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um stofnum sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur.

Frumvarpinu er ætlað að veita Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað, Hafnarfjarðarkaupstað, Borgarbyggð, Garðabæ og Borgarfjarðarsveit heimild til að stofna sameignarfyrirtæki um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur, Akranesveitu og Andakílsárvirkjunar undir nafni Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir liggja viljayfirlýsingar framangreindra aðila um sameiningu við Orkuveitu Reykjavíkur og sameignarsamningur milli aðilanna hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki Alþingis.

Nefndin hefur fjallað um málið, fengið skriflegar umsagnir þeirra aðila sem að umræddum samningi standa og fékk þar að auki fulltrúa Reykjavíkurborgar á sinn fund og Orkuveitu Reykjavíkur.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.