Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 20:30:07 (3271)

2001-12-13 20:30:07# 127. lþ. 54.9 fundur 146. mál: #A eignarréttur og afnotaréttur fasteigna# (lögheimili) frv. 136/2001, LB
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[20:30]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er ekki stórt eða mikið mál á ferðinni, en þó. Það horfir til þeirra bóta að verið er að afnema það skilyrði að útlendingar geti ekki keypt fasteign nema þeir hafi átt hér lögheimili í 5 ár. Það er verið að afnema 5 ára skilyrðið og tel ég það vera til mikilla bóta.

Ég hefði á hinn bóginn talið æskilegt að taka stærra skref og afnema þetta skilyrði um lögheimili, ekki síst í því ljósi að við erum smám saman að verða meiri partur af t.d. Evrópska efnahagssvæðinu. Ég hefði haldið að í því ljósi gæti verið mikill akkur í því að fá hingað erlenda fjárfesta almennt hvort sem það væri í fasteignum eða einhverju öðru og því teldi ég að það hefði verið rétt að ganga skrefinu lengra og afnema þetta skilyrði um lögheimili. Á daginn kom að það var ekki vilji til þess í allshn. að ganga svo langt og er svo sem ekkert við því að segja.

Ég vildi að þessi fyrirvari minn kæmi fram. Ég styð þetta mál. Það er skref í rétta átt en ég tel rétt að fram komi að ég hefði viljað taka bæði skrefin í einu.