Heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 21:01:04 (3274)

2001-12-13 21:01:04# 127. lþ. 54.11 fundur 169. mál: #A heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar# (forgangsröð verkefna o.fl.) frv. 154/2001, Frsm. JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[21:01]

Frsm. heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Andsvar mitt er ekki annað en það að hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir gat þess með réttu að öll nefndin stæði að þessu áliti. En fyrir það að mér láðist í lok orða minna að geta þess að svo væri þá vil ég árétta það hér að undir þetta nál. rita auk frsm., Katrín Fjeldsted, Ásta Möller, Tómas Ingi Olrich og Stefanía Óskarsdóttir, auk þess Þuríður Backman og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, síðasti ræðumaður, með fyrirvara, eins og hún gerði grein fyrir.