Fjarskipti

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 10:41:25 (3306)

2001-12-14 10:41:25# 127. lþ. 55.1 fundur 145. mál: #A fjarskipti# (jöfnunargjald, heimtaugar) frv. 145/2001, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[10:41]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Í þessu frv. eru skýrð ákvæði um jöfnunargjald og rétt samkeppnisaðila til heimtauga í fjarskiptum. Í því breytta umhverfi fjarskipta sem í vændum er, verði af sölu Landssímans, er ákvæðið sem hér er til umræðu til bóta. Hins vegar skal því haldið til haga að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs telja að fyrirhuguð sala Landssímans sé andstæð hagsmunum þjóðarinnar og einkum hagsmunum hinna dreifðu byggða.

Sem dæmi um vandræðaganginn við sölu Landssímans er stöðugt verið að finna sökudólga. Fyrst var það Búnaðarbankinn. Nú er það forstjórinn sem hamlar sölu. Það ætti því að hætta við sölu Landssímans og styrkja fjarskipti um allt land með styrk hans.