Kvikmyndalög

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 10:48:51 (3309)

2001-12-14 10:48:51# 127. lþ. 55.4 fundur 227. mál: #A kvikmyndalög# (heildarlög) frv. 137/2001, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[10:48]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs styðja markmið frv. sem er að efla kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu á Íslandi. Við erum þó mótfallin því ákvæði sem kveður á um að Kvikmyndasjóður Íslands skuli þvert ofan í vilja forráðamanna sjóðsins þurfa að sæta því að breyta um nafn. Með þeim fyrirvara styðjum við frv.