Fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 11:25:22 (3325)

2001-12-14 11:25:22# 127. lþ. 55.11 fundur 282. mál: #A fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi# (gjald fyrir rekstrarleyfi) frv. 153/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[11:25]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni enn eitt afrek hæstv. samgrh. í að skattleggja landsbyggðina og flutningafarartæki. Áðan tókst honum að keyra hér í gegn svokallaðan leigubílaskatt. Nú er það vörubílaskattur, rútubílaskattur en því miður tókst ekki að afnema flugfarmiðaskattinn sem líklega verður áfram. Virðulegi forseti. Allt er þetta innlegg hæstv. samgrh. til að styrkja landsbyggðina með öfugum formerkjum. Að sjálfsögðu segi ég nei.