Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 14:33:36 (3351)

2001-12-14 14:33:36# 127. lþ. 55.13 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[14:33]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þessi brtt. um hækkun á tóbaksgjaldi um 5 kr. gefur ríkissjóði 110 millj. kr. og kemur í veg fyrir að hækka þurfi gjöld á námsmenn og sjúklinga um leið og verðlagsáhrifin eru verulega minni af þessari fjáröflun, eða 0,03%, meðan verðlagsáhrifin af námsmannagjöldunum er 0,14%. Það þarf varla mikla skynsemi til að sjá hvora leiðina er réttara að fara í þessu efni.