Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 14:37:10 (3354)

2001-12-14 14:37:10# 127. lþ. 55.14 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[14:37]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Ég tel eðlilegt að við styðjum þessa tillögu, einfaldlega vegna þess að með henni er gert ráð fyrir því að bátum sem hafa verið að róa í svokölluðu þakkerfi gefist hálfum mánuði lengri tími til að taka ákvörðun um það hvernig þeir hyggjast haga veiðum sínum eftir því í hvaða kerfi þeir vilja róa. Það er eðlilegt að þeir hafi til þess gott svigrúm og þess vegna styð ég þessa tillögu.