Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 14:39:39 (3357)

2001-12-14 14:39:39# 127. lþ. 55.14 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[14:39]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Þó að niðurstaða þessa máls sé vissulega betri en hún leit út fyrir þegar menn lögðu af stað í þá vegferð sem hér er farin þýðir þetta samt sem áður það að mínu viti að á Vestfjörðum mun störfum í fiskvinnslu fækka um u.þ.b. 50 og sjómannsstörfum um 100. Þess vegna segi ég nei.