Húsnæðismál

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:04:59 (3364)

2001-12-14 15:04:59# 127. lþ. 56.11 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:04]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Ef við gætum leyst málið með þvi að skipta þarna út orðinu ,,og`` fyrir ,,eða`` þá er ég tilbúinn til þess og flyt hér með munnlega brtt., kalla brtt. mína á þskj. nr. 602 til baka og flyt munnlega tillögu um að í staðinn fyrir orðið ,,og`` komi orðið ,,eða``.

(Forseti (HBl): Ég hygg að brtt. verði að vera skrifleg.)