Húsnæðismál

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:32:14 (3381)

2001-12-14 15:32:14# 127. lþ. 56.11 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:32]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að nú sé að verða tímabært að fella þetta tal (Gripið fram í.) því hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson er sýnilega orðinn mjög andlega þreyttur og ekki er svo þægilegt að eiga orðastað við mann þegar hann er kominn í það ástand sem hv. þm. er í.

Hann segir að ekki sé hægt að bera saman núverandi kerfi og eldra kerfi. Það er að því leyti rétt að núverandi kerfi er miklu betra og í því felst miklu meiri hjálp til einstaklinganna en í eldra kerfi. (Gripið fram í.)