Girðingarlög

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:53:40 (3389)

2001-12-14 15:53:40# 127. lþ. 56.12 fundur 180. mál: #A girðingarlög# (heildarlög) frv. 135/2001, Frsm. DrH
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:53]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir):

Herra forseti. Þessi brtt. er í rauninni alveg víðáttuvitlaus vegna þess að ef verið er að tala um 20 ára ábúð, hvað þá með þann sem tekur við af foreldrum sínum í búskap? Hann er að hefja búskap sama ár og þann sama dag og hann tekur við. Þetta mundi valda þvílíkum ruglingi, og ég held að nú sé mál að linni og við bara fellum þessa brtt. (Gripið fram í: Já já, við gerum það.)