Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 298  —  115. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 7/1975, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sbr. lög nr. 56/1986, nr. 25/1990 og nr. 19/1993.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helga Jóhannesson frá Siglingastofnun og Unni Sverrisdóttur frá samgönguráðuneytinu. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Veðurstofu Íslands, Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Siglingastofnun, Póst- og fjarskiptastofnun, Almannavörnum ríkisins, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Vélstjórafélagi Íslands, Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnaskóla sjómanna.
    Með frumvarpinu er lagt til að ríkisstjórninni verði heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á alþjóðareglum til að koma í veg fyrir árekstra á sjó sem gerðar voru í Lundúnum 4. nóvember 1993. Breytingar þessar öðluðust gildi alþjóðlega 4. nóvember 1995 en með frumvarpinu er lagt til að þær öðlist lagagildi hér á landi.
    Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að orðalag nokkurra ákvæða í fylgiskjali með lögunum verði lagfært.
    Nefndin leggur til að gerðar verði smávægilegar breytingar á frumvarpinu af lagatæknilegum ástæðum. Breytingartillögurnar hafa ekki efnislega breytingu í för með sér.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.
    Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 7. nóv. 2001.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Kristján L. Möller.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Magnús Stefánsson.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Sigríður Ingvarsdóttir.


Jón Bjarnason.