Ferill 39. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 435  —  39. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um að lögleiða ólympíska hnefaleika.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, ÞKG, EMS, SI, KÓ, KHG, MS).



     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „ólympískum hnefaleikum“ og hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi í viðeigandi falli: áhugamannahnefaleikar.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
             Heimil er sala og notkun hnefaleikahanska og annarra tækja sem ætluð eru til þjálfunar áhugamannahnefaleika.
     3.      Við 3. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við samningu reglnanna skal leitast við að taka mið af ýtrustu öryggisreglum í nágrannalöndum.
     4.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um áhugamannahnefaleika.