Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 454  —  128. mál.




Breytingartillögur



við brtt. á þskj. 441 og 442 [Fjáraukalög 2001].

Frá Jóni Bjarnasyni, Árna Steinari Jóhannssyni og Guðjóni A. Kristjánssyni.



    1.    Við brtt. á þskj. 441. Í stað fjárhæðarinnar „780 m.kr.“ í f-lið a-liðar komi: 480 m.kr.
    2.    Við brtt. á þskj. 442. Liður 8.27 í 1. tölul. falli brott.

Greinargerð.


    Hér er lagt til að hafnað verði að gefa Rafmagnsveitum ríkisins heimild til að kaupa Rafveitu Sauðárkróks og að veita þeim lán að upphæð 300 millj. kr. til þessara kaupa. Sveitarfélagið Skagafjörður á í miklum fjárhagsvanda eins og mörg önnur sveitarfélög á landsbyggðinni. Þennan greiðsluvanda sveitarfélaganna á að leysa með aðgerðum á landsvísu heildstætt. Sveitarfélögin á suðvesturhorni landsins, þangað sem „góðærið“ kom, keppast nú við að efla orkufyrirtæki sín og nýta styrk þeirra til sóknar í nýsköpun atvinnulífs. Á meðan sjá sveitarfélögin á landsbyggðinni hvert af öðru sér ekki fært annað en að selja þessi fjöregg sín til að létta til bráðbirgða á greiðsluvandanum. Lagt er til að ríkið komi að því að leysa fjárhagsvanda Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem hluta af heildarlausn á landsvísu en ekki með því að afhenda Rarik peninga til að kaupa af þeim Rafveituna og rýra þar með möguleika Skagfirðinga til að sækja fram á eigin forsendum í orkubúskap.