Ferill 114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 470  —  114. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, og lögum nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (JóhS, ÖS).



     1.      Við 17. gr. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við greinina bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Styrkur sem greiddur er í formi fjárhagsaðstoðar frá sveitarfélagi.
     2.      Við 30. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 67. gr. laganna:
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „26,08“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 25,5.
                  b.      1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar skal vera 16% af fjármagnstekjum umfram 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum.
     3.      Við 32. gr.
                  a.      Í stað hlutfallstölunnar „18“ í a-lið komi: 25.
                  b.      Í stað hlutfallstölunnar „26“ í c-lið komi: 37.
                  c.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað hlutfallstölunnar „10“ í 3. mgr. kemur: 16.
     4.      Við 36. gr. Í stað hlutfallstölunnar „0,6“ í a-lið komi: 0,9.
     5.      Við 42. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðanna „3.865.000“ og 7.730.000“ í 2. efnismgr. a-liðar ákvæðisins komi: 3.460.695, og: 6.921.390.
                  b.      Í stað fjárhæðanna „3.980.000“ og „7.960.000“ í 2., 3. og 4. efnismgr. b-liðar A. (I.) komi: 4.070.000, og: 8.140.000.
                  c.      Við b-lið bætist tvö ný ákvæði sem orðist svo:
                F. (VI.)
                         Fjárhæðir sérstaks tekjuskatts breytast sem hér segir:
                         Þann 1. janúar 2003 skulu þær hækka um 2,5% og 1. janúar 2004 um 15%.
                G. (VII.)
                         Fjármálaráðherra skal þegar í stað skipa nefnd sem hafi það verkefni að kanna hvaða leiðir eru færar til að afnema eða lækka verulega skatta á launafólk og lífeyrisþega sem hafa tekjur undir lágmarkslaunum. Nefndin verði skipuð fulltrúum tilnefndum af hverjum stjórnmálaflokki sem á sæti á Alþingi, fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og fulltrúum samtaka aldraðra og öryrkja.
                         Fjármálaráðherra skipar nefndinni formann án tilnefningar.
                         Niðurstaða og skýrsla um starf nefndarinnar skal lögð fyrir Alþingi í upphafi næsta þings.
                     Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.
     6.      Við 45. gr. Greinin falli brott.
     7.      Við bætist nýr kafli, sem verði VII. kafli, Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 54. gr., svohljóðandi:
             Við lögin bætist ný grein sem verður 32. gr. og orðast svo:
             Stimpilgjald óþinglýstra jafnt sem þinglýstra skjala skal lækka um þriðjung 1. janúar 2003.
     8.      Við 54. gr., sem verði 55. gr. Lokamálsliður orðist svo: Ákvæði a-liðar 30. gr. og 45. gr. öðlast gildi 1. janúar 2003 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á því ári og álagningu á árinu 2004.