Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 532  —  326. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um aðild að samningi um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardóms-úrskurða.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas H. Heiðar og Helgu Hauksdóttur frá utanríkisráðuneyti og Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að samþykkja að Ísland gerist aðili að samningi um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða sem gerður var í New York 10. júní 1958.
    Meginmarkmið samningsins er að tryggja gagnkvæma viðurkenningu aðildarríkjanna á gerðardómsúrskurðum þannig að þeir öðlist réttaráhrif og verði fullnægt í samræmi við réttarfarsreglur í því aðildarríki sem fullnustu er leitað.
    Aðild að samningnum kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur dóms- og kirkjumála-ráðherra þegar lagt fram frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 53/1989, um samnings-bundna gerðardóma, til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt samningnum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    
Einar K. Guðfinnsson og Lára M. Ragnarsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des. 2001.


Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Árni R. Árnason.


Steingrímur J. Sigfússon.


Jónína Bjartmarz.



Jóhann Ársælsson.