Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 538  —  320. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Pál Jóhannesson frá fjármálaráðuneyti, Höskuld Jónsson frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Andrés Magnússon og Guðrúnu Ástu Sigurðardóttur frá Samtökum verslunarinnar – Félagi íslenskra stórkaupmanna og Sigríði Andersen frá Verslunarráði Íslands. Jafnframt barst umsögn um málið frá Tóbaksvarnanefnd.
    Frumvarpinu er ætlað að koma á því fyrirkomulagi að greitt verði sérstakt tóbaksgjald í ríkissjóð. Samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að fella niður tolla af tóbaki sem flutt er til landsins innan svæðisins. Þar sem ekki er hins vegar gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af innflutningi og sölu tóbaks lækki er lagt til að sérstakt tóbaksgjald verði lögfest.
    Nefndin telur að sú reglugerðarheimild sem lögð er til í e-lið 2. gr. frumvarpsins sé of víðtæk og leggur til að hún verði þrengd þannig að skýrt sé hvers efnis reglugerðin eigi að vera, þ.e. að setja nánari reglur um áfengisgjald og tóbaksgjald.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Við 2. gr. E-liður (12. gr.) orðist svo:
    Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari fyrirmæli um framkvæmd ákvæða laga þessara um áfengisgjald og tóbaksgjald.

    Ögmundur Jónasson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Alþingi, 10. des. 2001.


Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.


Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.