Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 571  —  159. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 1. gr. Við bætist nýr liður, er verði b-liður, svohljóðandi: Í stað orðanna „Lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi“ í b-lið 5. tölul. kemur: Lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi.
     2.      Við 4. gr. 1. efnismgr orðist svo:
                  Umhverfisráðherra skal boða til umhverfisþings að loknum hverjum alþingiskosningum og síðan tveimur árum síðar.
     3.      Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
                  a.      (5. gr.)
                      Í stað tilvísunarinnar „7. tölul. 3. gr.“ í 2. mgr. 14. gr. og 4. mgr. 20. gr. laganna kemur: 8. tölul. 3. gr.
                  b.      (6. gr.)
                        Tilvísunin „nr. 10/1965“ í 2. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.
     4.      Við 5. gr. er verði 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Í stað orðsins „landslagsgerðir“ í 1. mgr. 37. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur í viðeigandi falli: jarðmyndanir og vistkerfi.
     5.      Við 6. gr. er verði 8. gr. Greinin orðist svo:
                  2. málsl. 2. mgr. 47. gr. laganna orðast svo: Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt aðalskipulag sem Náttúruvernd ríkisins og viðkomandi náttúruverndarnefnd hefur gefið umsögn sína um, sbr. 33.gr., er óheimilt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en að fenginni umsögn framangreindra aðila.
     6.      Á eftir 6. gr. er verði 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  D-liður 50. gr. laganna orðast svo: friðlýstar lífverur, búsvæði, vistgerðir og vistkerfi, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 53. gr. og 1. mgr. 54. gr.
     7.      Á eftir 7. gr. er verði 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                  Í stað orðanna „Lífverur, búsvæði þeirra og vistkerfi“ í 3. tölul. 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi.
     8.      Við 9. gr. er verði 13. gr. Við bætist nýr liður, b-liður, svohljóðandi: 1. málsl. 2. mgr. 66. gr. laganna orðast svo: Áætlun skal m.a. taka til helstu tegunda vistgerða og vistkerfa hér á landi, svo og jarðmyndana.