Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 572  —  160. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigríði A. Arnardóttur frá umhverfisráðuneyti. Þá barst nefndinni umsögn frá Endurvinnslunni hf.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að 4. mgr. 3. gr. laganna falli brott. Samkvæmt því ákvæði ber Endurvinnslunni hf. að greiða 5% af árlegum tekjuafgangi sínum til Náttúruverndarráðs. Þar sem ekki er gert ráð fyrir að Náttúruverndarráð verði starfrækt áfram er lagt til að ákvæðið falli brott.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Þórunn Sveinbjarnardóttir, Gunnar Birgisson og Ásta Möller voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. des. 2001.



Magnús Stefánsson,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Jóhann Ársælsson.



Kolbrún Halldórsdóttir.


Drífa Hjartardóttir.


Hjálmar Árnason.