Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 745  —  314. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um getraunir, nr. 59 29. maí 1972, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Dís Sigurgeirsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að reikningsár Íslenskra getrauna verði almanaksárið og þannig fært til samræmis við reikningsár þeirra aðila sem að félaginu standa og þeirra erlendu getraunafyrirtækja sem félagið er í samvinnu við.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ögmundur Jónasson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur afgreiðslu málsins.
    Jónína Bjartmarz og Ólafur Örn Haraldsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. febr. 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Katrín Fjeldsted.


Ásta Möller.



Guðjón A. Kristjánsson.


Kjartan Ólafsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Lúðvík Bergvinsson.