Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 919  —  385. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum sem varða samgönguáætlun o.fl.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin fjallaði um málið samhliða 384. máli, samgönguáætlun.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga sem fjalla um flugmálaáætlun, hafnaáætlun, sjóvarnaáætlun og vegáætlun og miða þær fyrst og fremst að því að aðlaga þessi ákvæði að hinum breytta lagaramma sem lagður er til í frumvarpi til laga um samgönguáætlun.
    Jafnframt eru í frumvarpinu lagðar til breytingar á skipan flugráðs og hafnaráðs og verkefnum þeirra breytt að nokkru leyti. Helsta breytingin er í því fólgin að hagsmunaaðilar fá fulltrúa í ráðunum og er þar með tryggður vettvangur fyrir sjónarmið sín.
    Meiri hlutinn leggur til smávægilega breytingu á 2. gr. frumvarpsins.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:


    Lokamálsliður 2. efnismgr. 2. gr. orðist svo: Fulltrúar sem ráðherra skipar án tilnefningar skulu vera formaður og varaformaður flugráðs.

Alþingi, 6. mars 2002.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.


Sigríður Ingvarsdóttir.



Arnbjörg Sveinsdóttir.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Jónas Hallgrímsson.



Kristján Möller,


með fyrirvara.