Ferill 315. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 979  —  315. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Við b-lið bætist: þó aldrei síðar en 14 dögum eftir að skattstjóra barst erindið.
             b.    Við bætist nýr stafliður sem verði c-liður og orðist svo: Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein.
     3.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað tollskrárnúmers 1514.1001 og 1514.1901 Repju-, kolsa- eða mustarðsolía komi:
                   1514.1101 og 1514.1901 Repju-, kolsa- eða mustarðsolía.
                   1514.9101 og 1514.9901 Repju-, kolsa- eða mustarðsolía.
                  b.      Í stað tollskrárnúmers 1905.3022 komi: 1905.3122.
     4.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
              Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2002.