Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1009  —  378. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 81/1991, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Bragason frá félagsmálaráðuneyti og Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Umsagnir um málið bárust frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Reykjanesbæ, Sveitarfélaginu Skagafirði, Akraneskaupstað, Raufarhafnarhreppi, Sandgerðisbæ, Akureyrarbæ, Kópavogsbæ, Rangárvallahreppi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samorku – samtökum raf-, hita- og vatnsveitna, Vestmannaeyjabæ, Siglufjarðarkaupstað, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Hornafirði, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Stykkishólmsbæ, Bessastaðahreppi, Dalvíkurbyggð, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Djúpárhreppi, Hafnarfjarðarbæ, Reykjavíkurborg, Ísafjarðarbæ, Mosfellsbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi.
    Með frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt til að sveitarfélag hafi fullt vald til að ákveða rekstrarform vatnsveitu sem það rekur. Í öðru lagi er lagt til að eiganda vatnsveitu verði heimilað að áskilja sér á ári hverju arðgreiðslur sem numið geti allt að 7% af eigin fé vatnsveitunnar en það er í samræmi við ákvæði orkulaga varðandi rafveitur og hitaveitur.
    Meiri hlutinn ræddi sérstaklega eignarhald vatnsveitna og telur rétt að árétta að samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er gengið út frá því að sveitarfélög séu eigendur vatnsveitna þrátt fyrir heimild frumvarpsins fyrir breyttu rekstrarformi.
    Leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    
Kristján Pálsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. mars 2002.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Pétur H. Blöndal.



Jónína Bjartmarz.


Drífa Hjartardóttir.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Ásta R. Jóhannesdóttir.