Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1146  —  204. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um atvinnuréttindi útlendinga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Við 3. gr. 2. tölul. orðist svo: Tímabundið atvinnuleyfi: Tímabundið leyfi veitt atvinnurekanda eða útlendingi.
     2.      Við 7. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Tímabundið atvinnuleyfi er veitt atvinnurekanda eða útlendingi.
     3.      Við 8. gr. Orðið „ríkar“ í 2. málsl. 1. mgr. falli brott.
     4.      Við 11. gr. Í stað orðanna „tvö ár“ hvarvetna í 2. málsl. 2. mgr. komi: eitt ár.
     5.      Við 12. gr. Í stað orðanna „sex mánaða“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: 12 mánaða.