Ferill 595. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1149  —  595. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti og Þóreyju Þorsteinsdóttur frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Umsagnir bárust frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, Landssamtökum lífeyrissjóða og Bandalagi háskólamanna.
    Með ákvæðum frumvarpsins er lagt til að lögfestar verði reglur um þau viðmið sem stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga hefur haft varðandi það hvenær barna- og makalífeyrisréttur sjóðfélaga hefur verið virkur, en dregið hefur verið í efa að fullnægjandi lagastoð hafi verið fyrir þeirri framkvæmd sem hefur tíðkast.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. apríl 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson.


Gunnar Birgisson.