Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1167  —  359. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um málefni aldraðra, lögum um heilbrigðisþjónustu og sóttvarnalögum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skv. 1., 3., 4., 5. og 6. tölul.“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: skv. 1., 3., 5. og 6. tölul.
                  b.      Tilvísunin „sbr. 8. gr.“ í 2. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
     2.      Í stað fjárhæðarinnar „13.818 kr.“ í 1. efnismgr. 5. gr. komi: 14.992 kr.
     3.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
              33. gr. laganna orðast svo:
             Hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins er að annast sjúkratryggingar, sbr. 2. gr., og skal hún veita þá styrki sem hér segir:
                  a.      Styrk til að afla hjálpartækja og bifreiða sem nauðsynlegar eru vegna þess að líkamsstarfsemi er hömluð eða vantar líkamshluta.
                  b.      Styrk til nauðsynlegrar æfingameðferðar eða þjálfunar.
                  c.      Styrk til aðgerða hjá tannlækni, umfram það sem 37. gr. nær til, vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.
                  d.      Ferðastyrk til sjúklinga sem af nauðsyn leita læknishjálpar erlendis, svo og til fylgdarmanna þeirra þegar sérstaklega stendur á.
                  e.      Styrk til greiðslu kostnaðar vegna psoriasissjúklinga sem að mati sérfræðinga þurfa að leita læknishjálpar á meðferðarstofnunum psoriasissjúklinga sem komi í stað sjúkrahúsvistar.
                  f.      Styrk til kaupa á næringarefnum og sérfæði sem lífsnauðsynlegt er vegna hamlaðrar líkamsstarfsemi.
                  g.      Styrk vegna kostnaðar við meðferð húðsjúkdóma, veitta af öðrum en læknum, samkvæmt fyrirmælum læknis.
             Ráðherra setur reglugerð um greiðslur samkvæmt ákvæði þessu. Afla skal greiðsluheimildar frá Tryggingastofnun ríkisins fyrir fram. Tryggingastofnun getur áskilið vottorð sérfræðings um nauðsyn hjálpartækis, þjálfunar, næringarefnis eða sérfæðis.
     4.      Við 15. gr. Greinin orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
                  a.      1. og 2. málsl. h-liðar 1. mgr. orðast svo: Óhjákvæmilegan flutningskostnað sjúkratryggðs í sjúkrahús innan lands, enda sé flutningsþörf svo bráð og heilsu hins sjúkratryggða svo varið að hann verður ekki fluttur eftir venjulegum farþegaflutningsleiðum. Þó greiðir sjúkratryggður hámarksgjald samkvæmt gjaldskrá er ráðherra setur.


Prentað upp.

                  b.      Við h-lið 1. mgr. bætist nýr málsliður, 6. málsl., svohljóðandi: Sé nauðsyn á fylgd heilbrigðisstarfsmanns skal greiða fargjald hans og þóknun, ef við á, samkvæmt reglugerð er ráðherra setur.
                  c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Jafnframt er ráðherra heimilt í reglugerð að ákveða að veita skuli hjálp við nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir skv. b-lið hjá öðrum sérfræðingum á heilbrigðissviði en sérfræðilæknum.
     5.      Við 16. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðanna „18.424 kr.“ og „387.563 kr.“ í 4. efnismgr. komi: 19.990 kr. og 416.474 kr.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „1.468 kr.“ í 5. efnismgr. komi: 1.592 kr.
     6.      Við 17. gr.
                  a.      Inngangsmálsgrein orðist svo:
                       1.–4. mgr. 47. gr. laganna orðast svo.
                  b.      Í stað 2. málsl. 1. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Þó getur Tryggingastofnun ríkisins ákveðið að ekki þurfi að sækja um tilteknar bætur skv. 33., 34., 36. og 37. gr. Örorkulífeyrisþegar þurfa þó ekki að sækja sérstaklega um ellilífeyri skv. 11. gr. þegar þeir ná 67 ára aldri.
                  c.      2. efnismgr. orðist svo:
                      Umsækjanda og bótaþega er skylt að veita Tryggingastofnun allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra. Einnig er maka umsækjanda eða bótaþega skylt að veita upplýsingar um sig ef þær kunna að hafa áhrif á fjárhæð bóta. Tryggingastofnun er heimilt, að fengnu skriflegu samþykki umsækjanda, að afla nauðsynlegra upplýsinga um tekjur umsækjanda og bótaþega hjá skattyfirvöldum, greiðslur til umsækjanda og bótaþega hjá lífeyrissjóðum, hjá Atvinnuleysistryggingasjóði, Vinnumálastofnun og hjá sambærilegum stofnunum erlendis þegar það á við með rafrænum hætti eða á annan hátt. Þegar um hjón er að ræða er Tryggingastofnun heimilt, að fengnu skriflegu samþykki beggja, að afla upplýsinga um tekjur maka og greiðslur til hans hjá framangreindum aðilum ef þær gætu haft áhrif á fjárhæð bóta. Við meðferð persónuupplýsinga sem aflað er á þennan hátt skal þess gætt að uppfyllt séu skilyrði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Telji umsækjandi, bótaþegi eða maki upplýsingar frá þessum aðilum ekki réttar skal hann leggja fram gögn því til staðfestingar. Umsækjanda og bótaþega er skylt að tilkynna Tryggingastofnun ríkisins um breytingar á tekjum sem verða á yfirstandandi tekjuári. Ef gefnar eru rangar upplýsingar skal beita ákvæðum 50. gr.
                  d.      Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                     Ef ekki reynist unnt að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum sem rekja má til umsækjanda, bótaþega eða maka hans er Tryggingastofnun heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu bóta þar til úr því er bætt. Tryggingastofnun skal tafarlaust gera viðkomandi viðvart ef til frestunar kemur og skora á hann að veita nauðsynlegar upplýsingar.
     7.      Í stað orðanna „sem metnir eru a.m.k. 75% öryrkjar og eru“ í 18. gr. komi: sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 12. gr. og eru jafnframt.
     8.      Við 4. efnismgr. 19. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ef bætur eru vangreiddar vegna skorts á upplýsingum, sbr. 3. mgr. 47. gr., falla vextir niður.
     9.      Í stað orðanna „Halda skal“ í lokamálsl. 20. gr. komi: Ríkisskattstjóri skal halda.
     10.      Framan við 24. gr. komi ný grein er orðist svo:
              Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
                  a.      Við bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Jafnframt er heimilt, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða öðrum sem halda heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega umönnunarbætur. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Makabætur og umönnunarbætur.
     11.      Orðin „að teknu tilliti til afdreginnar staðgreiðslu“ í 1. efnismgr. og í 1. og 3. tölul. 2. efnismgr. b-liðar 28. gr. falli brott.
     12.      Við 30. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skv. 1., 3., 4., 5. og 6. tölul.“ í 1. málsl.1. efnismgr. komi: skv. 1., 3., 5. og 6. tölul.
                  b.      Tilvísunin „sbr. 8. gr.“ í 2. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
                  c.      Við 1. málsl. 5. efnismgr. bætist: að teknu tilliti til innheimtuhlutfalls staðgreiðslu og persónuafsláttar viðkomandi staðgreiðsluárs.
     13.      Í stað orðanna „nauðsynlegar rannsóknir, meðferð og aðgerðir hjá sérfræðingum“ í 33. gr. komi: nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
     14.      Við 35. gr.
                  a.      Í stað orðanna „b–d-liður“ í 1. efnismgr. komi: b–d-liða.
                  b.      Í stað orðanna „2003 á tekjur ársins 2002“ í 1. efnismgr. komi: 2004 á tekjur ársins 2003.
                  c.      Í stað ártalsins „2003“ í 2. og 3. efnismgr. komi: 2004.