Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1176  —  359. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð, lögum um málefni aldraðra, lögum um heilbrigðisþjónustu og sóttvarnalögum.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Við bætist ný grein er verði 6. gr. og orðist svo:
             Við 1. mgr. 14. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Tryggingastofnun er heimilt, í samræmi við reglur sem ráðherra setur, að víkja frá búsetuskilyrði 1. málsl. við greiðslu barnalífeyris.
     2.      Við bætist ný grein er verði 24. gr. og orðist svo:
             5. gr. laganna orðast svo:
             Heimilt er, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða maka eða öðrum þeim sem heldur heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega maka- eða umönnunarbætur sem eru allt að 80% af grunnlífeyri og tekjutryggingu almannatrygginga.