Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1196  —  357. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um útflutning hrossa.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 1. gr. 1. málsl. orðist svo: Útflutningur á hrossum er heimill án sérstakra leyfa.
     2.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Hrossum sem flutt eru úr landi skal fylgja vottorð, hestavegabréf, frá Bændasamtökum Íslands er staðfesti uppruna, ætterni og hver eigandi þess sé.
                  Útflytjendur hrossa greiða gjald vegna kostnaðar við útgáfu hestavegabréfa samkvæmt gjaldskrá sem landbúnaðarráðherra staðfestir að fenginni tillögu Bændasamtaka Íslands.
                  Fagráð í hrossarækt, sem starfar skv. 4. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998, skal árlega ákveða mörk kynbótamats sem hross þarf að hafa til að teljast úrvalskynbótagripur. Sé áformað að selja úr landi hross sem hefur kynbótamat yfir þeim mörkum skal það tilkynnt Bændasamtökum Íslands án tafar.